Um okkur

Heimskringlan er fjölskyldurekið kaffihús í hátíðarsal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Nafnið er vísun í samnefnt fornrit Snorra Sturlusonar um sögur Noregskonunga en Snorri bjó stærstan hluta ævi sinnar í Reykholti og er hin fræga Snorralaug einmitt staðsett í bakgarði Heimskringlunnar.

Reykholtskirkja og Snorrastofa eru heldur ekki langt undan og því tilvalið að gera sér góðan dag; kynna sér sagnameistarann Snorra, íslenska miðaldasögu og menningarf og gæða sér svo á heimabökuðu góðgæti og rjúkandi heitu kaffi með.

  • Heimskringlan úti
  • Heimskringlan úti
  • Snorrastytta
  • Reykholtskirkja
  • Gamli héraðsskólinn
  • Heimskringlan inni
  • Sögusýning
  • Sögusýning
  • Sögusýning

Sögusýning

Í Heimskringlunni er einnig staðsett sögusýning sem Snorrastofa efndi til í tilefni hundrað ára afmælis fullveldisins í fyrra. Þar raðast saman munir og minningar; ljósmyndir, sendibréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemningu – tilfinningu fyrir tíðaranda ársins 1918. Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur, er höfundur sýningarinnar.