Litla menntabúðin

Auk kaffihússins rekur Heimskringlan Litlu menntabúðina; lifandi og persónulegt þekkingarsetur sem býður upp á starfsþróun fyrir fyrir fólk sem starfar við menntun á öllum skólastigum.

Við starfrækjum námskeið sem auðga gleði og færni í starfi og veita þátttakendum tækifæri til að ferðast, læra og njóta. Námskeiðin byggjast á jafningjafræðslu, þar sem kennarar læra hver af öðrum og fáum við til liðs við okkur ýmsa kennara sem skara fram úr á sínu sérsviði.

Sögulegt umhverfið og fjölbreytt náttúran eru fallin til þess að veita þátttakendum innblástur í starfi sem og kyrrð og ró í hjarta en helsta markmið Litlu menntabúðarinnar er að kennarar snúi aftur til starfa, endurnærðir á líkama og sál.

Litla menntabúðin er starfræk allt árið um kring og eru námskeiðin auglýst á vef hennar, þar sem skráning fer jafnframt fram. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja námskeið fyrir hópa, með sérstökum óskum um efnistök og kennara.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um Litlu menntabúðina