Heimskringlan leitast við að framreiða afurðir úr heimabyggð og ber matseðillinn þess merki. Við sérhæfum okkur í vöfflugerð og bjóðum upp á bæði hefðbundin og óhefðbundin álegg, til að mynda Laufeyjarís frá Brekkukoti, Lax úr Borgarbyggð, grænmeti úr gróðurhúsunum í kring og geitafetaost frá Háafelli.
Vöfflurnar skírum við stolt í höfuðið á nokkrum af áhrifamestu konunum í lífi Snorra Sturlusonar en hann var kvensamur maður og réðust hlutskipti hans gjarnan af ráðum þeirra. Auk þess bjóðum við upp heimabakaðar kökur, kleinur og að sjálfsögðu heimskringlur.